144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[12:10]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að það sem stendur upp úr verði ákvæðið fellt brott er að það dregur úr vafanum um það hvenær þeir aðilar sem hér gætu fallið undir eru skjölunarskyldir eða ekki. Almenna reglan er enn þá til staðar um það hvernig ber að haga viðskiptum milli tengdra aðila á grundvelli milliverðlagningarreglnanna, en það er viðbótarkvöð sem felst í skjölunarreglunni. Það þykir mjög óheppilegt að þau ákvæði sem eiga að skýra það út hverjir eru sérstaklega skjölunarskyldir séu óskýr vegna þess að það fylgir því viðbótarkvöð að falla undir skilgreininguna. Það er það atriði sem í sjálfu sér þetta mál snýst fyrst og fremst um.