144. löggjafarþing — 30. fundur,  11. nóv. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:34]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa fjögur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 319, um fundi með kröfuhöfum í þrotabú föllnu bankanna, frá Birni Val Gíslasyni, á þskj. 339, um verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán, frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, á þskj. 212, um ráðningar starfsmanna fjármála- og efnahagsráðuneytisins, frá Birgi Ármannssyni, og á þskj. 335, um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, frá Birni Val Gíslasyni.

Borist hafa tvö bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 312, um aðgerðir til að bæta hafnaraðstöðu í Patreksfjarðarhöfn, frá Elsu Láru Arnardóttur, og á þskj. 360 og 363, báðum um fjölda opinberra starfa, frá Birni Val Gíslasyni.