144. löggjafarþing — 30. fundur,  11. nóv. 2014.

um fundarstjórn.

[13:37]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Það er hárrétt sem hv. þingmaður vekur athygli á, það skiptir máli að Stjórnarráðið bregðist skjótt við spurningum frá þinginu. Í þessu tiltekna tilviki er verið að vinna að svari. Það er miður að það skuli hafa dregist en meginástæðan fyrir því að ekki hefur verið hægt að svara innan tímafrests er hinn gríðarlegi fjöldi af fyrirspurnum sem stjórnarandstaðan, og þingið reyndar í heild, hefur borið upp við ráðuneytin. Þar hefur orðið alveg ótrúlega mikil fjölgun á fyrirspurnum og reyndar ekki dæmi þess að ráðuneytin hafi svarað jafn mörgum fyrirspurnum og komið hefur verið til þingsins fram til þessa þegar jafn stutt er liðið á þingveturinn og raun ber vitni.

Síðan er um þingmál sem eru til meðferðar í þinginu það að segja, eins og á við í þessari tilteknu fyrirspurn, að þingnefndin er líka fullbær til að taka einstök atriði til skoðunar.