144. löggjafarþing — 30. fundur,  11. nóv. 2014.

húsnæðismál Landspítalans.

[13:44]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Nú stendur yfir undirbúningur fyrir 2. umr. fjárlaga. Sá undirbúningur fer ekki hvað síst fram í þinginu og sérstaklega í fjárlaganefndinni, svoleiðis að ég ætla ekki að fara að lýsa því yfir hverjar eigi nákvæmlega að vera niðurstöður þeirrar vinnu. Ég get ekki annað en áréttað það sem ég benti á áðan sem nokkrir ráðherrar hafi vakið athygli á; það sé farið að bera árangur hversu vel ríkisstjórnin hefur tekið á ríkisfjármálunum og því sé að skapast svigrúm til að bæta í á ákveðnum sviðum. Við lítum svo sannarlega á heilbrigðismálin sem eitt af þeim sviðum þar sem mestu máli skiptir að byggja upp. Vonandi tekur hv. þingmaður þátt í þeirri umræðu með okkur í þinginu.