144. löggjafarþing — 30. fundur,  11. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að fá tækifæri til að ræða þetta mál, vegna þess að það hefur mikill misskilningur verið í umræðunni um kostnaðarþátttöku sjúklinga vegna komu til sérfræðilækna á undanförnum árum. Þannig er að samningur sérfræðilækna rann út fyrir allnokkru síðan. Engu að síður var áfram greitt til þeirra í samræmi við útrunninn samning, en þeir komust upp með á móti að hækka sína gjaldskrá og velta, í raun og veru án eftirlits, þeim hækkunum beint á sjúklingana. Með gerð nýs samnings var það ferli stöðvað og þessu komið aftur í ákveðna reglu. Það hefði þurft að fylgja hækkun á reglugerðinni sem hefði engar breytingar haft í för með sér gagnvart raunverulegri greiðsluþátttöku sjúklinga þótt hún hafi virst vera meiri þegar hún var borin saman við löngu, löngu útrunninn samning.

Þannig (Forseti hringir.) er niðurstaðan þegar upp er staðið sú að ríkið er að taka á sig, með þeim (Forseti hringir.) tillögum sem hér eru til umræðu, það sem sjúklingarnir (Forseti hringir.) greiddu áður. Kostnaðarþátttaka (Forseti hringir.) sjúklinga er þess vegna að (Forseti hringir.) lækka.