144. löggjafarþing — 32. fundur,  13. nóv. 2014.

fjarvera forsætisráðherra í umræðu um skuldaleiðréttingu.

[10:34]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að þakka forseta kærlega fyrir að bregðast snöfurmannlega við hér í gær þegar við fórum fram á að umræðunni yrði frestað til að sá sem hóf hana gæti verið viðstaddur.

Ég spurði af því tilefni hvaða aðstæður það væru sem hæstv. forsætisráðherra hefði ekki ráðið við, eins og hæstv. forseti orðaði það í gær. Það væri mjög þarft fyrir þessa umræðu og gott fyrir okkur, til þess þá að fyrirbyggja allan misskilning um að hér sé á ferðinni lítilsvirðing við þingið, að fá upplýsingar um hvaða aðstæður voru svo krefjandi á því augnabliki í gær að hæstv. forsætisráðherra hljóp út úr þinghúsinu um leið og hann var búinn að ljúka við framsögu sína.