144. löggjafarþing — 32. fundur,  13. nóv. 2014.

afbrigði um dagskrármál.

[11:59]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langaði bara að nefna það að skuldaleiðrétting, munnleg skýrsla forsætisráðherra, er 21. liður á dagskránni í dag eftir að hafa verið frestað í gær. Venjulega mundi ég glaður greiða atkvæði með því að breyta dagskránni þannig að hún lengdist aðeins en í þessu tilfelli ætla ég að sitja hjá vegna þess að ég vil ræða þessa skuldaleiðréttingu. Mér finnst að hún hefði reyndar átt að vera fyrst á dagskrá, ef út í það er farið, en þetta er ástæðan fyrir því að ég greiði ekki atkvæði í þetta sinn.