144. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:02]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Forseti vill tilkynna að borist hafa fjögur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 323, um greiðslur úr ríkissjóði til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra fasteignalána eða fasteignaveðlána, frá Birni Val Gíslasyni, á þskj. 361, um áhrif fjárlaga 2014 og fjárlagafrumvarps 2015 á fjölda starfa í ráðuneytinu eða stofnana þess, frá Birni Val Gíslasyni, á þskj. 399, um opnun sendibréfa, frá Birgittu Jónsdóttur og á þskj. 397, um áhrif þingmála á fjárhag sveitarfélaga, frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir.

Borist hafa tvö bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflega svör við fyrirspurnum á þskj. 395, um opinber störf á landsbyggðinni, frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, og á þskj. 367, um fjölda opinberra starfa frá Birni Val Gíslasyni.

Að lokum hefur borist bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 388, um losun frá framræstu votlendi, frá Össuri Skarphéðinssyni.