144. löggjafarþing — 35. fundur,  19. nóv. 2014.

almenn hegningarlög.

395. mál
[19:02]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þá er það önnur orðskýring sem ég mundi vilja beina til hv. þingmanns. Það er „gant“, þegar menn eru að gantast með eitthvað. Ég þekki það sem skólamanneskja til fjölda ára að oft og tíðum geta einstaklingar verið mjög óvægnir hver við annan og jafnvel það er lagt í einelti með orðum. Þegar er farið að reyna að vinna að því að þá er svarið: Þetta var nú bara, með leyfi forseta, „djók“, eða það sem við mundum segja „gant“ á íslensku þegar við tölum um að menn verði að hafa leyfi til að gantast. Það er alveg sjálfsagður hluti. Við þurfum hins vegar líka að umgangast hvert annað af virðingu og við þurfum líka að vita hvar mörkin eru, hvað við getum gengið langt, hvar mörkin eru milli þessa að móðga og hreinlega bara að leggja í einelti.

Ég mundi vilja biðja hv. þingmann að útskýra aðeins fyrir mér hvaða merkingu hann leggur í orðið „gant“.