144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[10:45]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Átti þetta ekki að vera þingið sem ætlaði að hafa betri vinnubrögð í hávegum? Mér finnst þetta ekki merki um góða stjórnsýslu. Ég óska eftir inngripi forseta Alþingis í að tryggja að almennur umsagnartími verði settur á málið og þetta verði sett í annað ferli því að þarna er verið að rjúfa friðinn sem mun hafa áhrif á mjög margt annað hér á Alþingi. Eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon segir er þetta stríðshanski sem er algjör óþarfi að kasta á þessum tíma þingstarfa. Mér finnst ákaflega furðulegt að hæstv. fjármálaráðherra ákveði eða reyni að reka fleyg á milli fólks í stjórnarandstöðunni í staðinn fyrir að taka þessu máli af einhverri alvöru.