144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[10:58]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég velti því fyrir mér eins og aðrir hv. þingmenn sem hafa talað: Hvernig stendur á því að verið er að varpa hér inn stríðshanska? Getur það verið að það eigi að afgreiða þetta mál fyrir jól þar sem aðeins er gefinn vikufrestur til umsagnar?

Virðulegi forseti. Ég er steinhissa á ræðu hv. formanns Sjálfstæðisflokksins, hæstv. ráðherra, þegar hann hendir í burtu faglegu mati verkefnisstjórnar. Verkefnisstjórnin hefur sagt: Við treystum okkur til þess að segja að einn virkjunarkostur fari í nýtingarflokk, en við þurfum meiri tíma til að meta hina. Hann kastar því faglega mati og grípur ævisögu manns og notar það sem rök(Gripið fram í: Manns?) — hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar, sem ég hef ekki lesið og get ekki dæmt um hvað í stendur. Mér finnst mjög undarlegt að faglegt mat skuli vera sett til hliðar (Gripið fram í.) fyrir (Forseti hringir.) ævisögu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar.