144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[11:03]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Þeir þingmenn sem kvarta undan því að fyrri ríkisstjórn hafi farið fram með óbilgjörnum hætti, vegna þess að það stendur í einhverri bók, með fullri virðingu, fara nú fram með nákvæmlega sama hætti eða mun verri. Það er lítill sómi í því og mikill tvískinnungur í málflutningi þeirra. Þeir ætla að tudda í gegn átta virkjunarkostum án þess að setja þá í viðeigandi ferli. Þeir ætla að taka punktstöðu eftir 2. áfanga og segja svo bara: Nei, við sleppum öllu hinu út af því að það sem kom út úr því hentar okkur eiginlega bara ekki.

Þannig er staðan og það er ekki nógu gott. Ef þið viljið gera þetta betur þurfið þið að beita vandaðri vinnubrögðum.