144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[11:09]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegi forseti. Ef það er eitthvert verkefni sem okkur er falið í stjórnmálum er það að skilja við landið og samfélagið sem það byggir að minnsta kosti jafn vel og helst betur en við tókum við því. Til þess þurfum við fagleg vinnubrögð og við þurfum að vinna í sem mestri sátt til að ná góðum niðurstöðum. Hér þykir mér því miður verið að stíga skref til baka. Ég var einn af þeim sem voru ánægðir með að sjá í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að vinna ætti að betri sátt og faglegri vinnubrögðum. Mér þykir því miður að verið sé að svíkja það loforð. Það veldur mér mikilli sorg í hjarta.