144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[12:01]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegi forseti. Mér finnst svo mörg álitaefni uppi um þessa afgreiðslu og þennan málatilbúnað allan, hvernig til hans hefur verið tjaldað hér, að mér finnst full ástæða til þess að við förum yfir það á fundi þingflokksformanna og forseta. Þetta eru svo alvarleg tíðindi sem eru á ferðinni að við hljótum að gera þá kröfu að nú setjist menn niður og ræði þessa stöðu og reyni að koma einhverjum böndum á atburðarásina sem hv. þm. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, er búinn að koma í gang í þinginu.

Það er algerlega ótækt að þetta ástand verði látið viðgangast og enginn veit hvar það mun enda ef þetta á að ganga á þennan hátt, virðulegi forseti.