144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[12:03]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hæstv. forseta hvort hann geti ekki skorið úr um það varðandi þingsköp hvort farið hafi verið í einu og öllu eftir lögunum sem við þingmenn eigum að fara eftir við vinnslu mála á þinginu. Ég held að það hafi í rauninni ekki verið brotin nein lög þó að vissulega hafi verið farið eftir ferli sem ekki er faglegt. Þetta er mjög óvanalegt ferli og flýtir gríðarlega fyrir í rosalega stóru átakamáli, þannig að þetta er ekki faglegt. Getur forseti skorið úr um það hvort þetta sé löglegt, þannig að við getum alla vega byrjað á þeim grunni? Og ég tek undir að hann ætti að kalla til fundar þingflokksformanna þar sem hægt er að ræða þetta mál. Eins og forseti hlýtur að sjá verður ekki friður um það fyrr en fundi verður frestað og málið rætt á fundi þingflokksformanna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)