144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[12:17]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti telur að hann hafi heyrt nokkuð vel á þeim ræðum sem þegar hafa verið haldnar, og skipta væntanlega tugum, um þetta mál í hverju áherslur hv. þingmanna eru fólgnar. Forseti vill engu að síður undirbúa sig efnislega undir umræðuna með þingflokksformönnum og skilur ekki alveg þetta tal um að forseti sé að reyna að koma sér undan því að takast á við málið. Forseti vill eingöngu vanda sig í því og hvetur til þess að hann geti a.m.k. sett á hlé í 15 mínútur eins og ætlunin var og síðan hafið atkvæðagreiðslu og að því búnu þá umræðu sem sérstaklega var hvatt til og greitt var fyrir af hálfu forseta að gæti farið fram.