144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

beiðni um fund með þingflokksformönnum.

[12:59]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það er gott að hæstv. forseti sé orðinn hlessa á þessu ástandi. Hann stendur þá kannski nálægt tilfinningum stjórnarandstöðuþingmanna í þinginu í dag sem eru aldeilis hlessa yfir því ástandi sem boðið er upp á í störfum þingsins. Er nema von að menn vilji ræða það og fara yfir með forseta og sjá hvort ekki sé hægt með einhverjum hætti að afstýra því voðaverki sem virðist vera í uppsiglingu í þinginu. Ég hvet hæstv. forseta til þess að taka þá tilfinningu sína að vera undrandi yfir ástandinu og nota hana á uppbyggilegan hátt með því að ræða við þingflokksformenn og gera það frekar fyrr en síðar.