144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

beiðni um fund með þingflokksformönnum.

[13:10]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að forseti ætli að halda fund um málið í dag og að sjálfsögðu erum við í stjórnarandstöðunni ekki að biðja um nákvæma tímasetningu hvað klukku varðar. Við vitum alveg að það er ómögulegt að segja hversu lengi ákveðnir dagskrárliðir standa. En það væri ágætt að vita hvar í dagskránni forseti hyggst koma þessum fundi fyrir og hvaða efnisöflun þarf að fara fram. Það er nefnilega þannig að hæstv. atvinnuvegaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðar- og umhverfisráðherra, lagði fram tillögu um Hvammsvirkjun sem farið hefur til umsagnar í gegnum ríkisstjórn, í gegnum þingflokka og út til umsagnar. Núna kemur hann með breytingartillögu. Fór hún í gegnum ríkisstjórn? Fór hún í gegnum þingflokkana? Af hverju þarf þessa miklu efnisöflun? Þekkja stjórnarflokkarnir ekki málið? Það væri eðlilegt (Forseti hringir.) að fá fram hvar (Forseti hringir.) í dagskránni (Forseti hringir.) þessi fundur á að fara fram til þess að við getum haldið hér áfram þingfundi.