144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

beiðni um fund með þingflokksformönnum.

[13:16]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er einmitt út af atriðum eins og þeim sem hv. þm. Björt Ólafsdóttir með efnislegum hætti kom að sem forseti vill gefa sér þann tíma sem hann þarf til að fara yfir þessi mál og skilur þess vegna bókstaflega ekki af hverju hv. þingmenn geta ekki reynt að sýna því skilning að forseti þurfi einhvern tíma til að fara yfir þessi mál þannig að hægt sé að hefja umræðu um málið á efnislegum grundvelli með það í huga að eitthvað komi út úr því, hvort sem mönnum líkar sú niðurstaða eður ei.

Það er nákvæmlega þess vegna sem forseti ætlar ekki að fara að negla niður einhvern tíma sem hann getur síðan mögulega ekki staðið við.