144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

beiðni um fund með þingflokksformönnum.

[13:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég, ásamt fleirum, lagði það til að hlé yrði gert á fundinum til að forseti gæti kallað saman þingflokksformannafund. Nú held ég að borðleggjandi sé að gert verði hlé á þessum fundi til að forseti geti kynnt sér málin og til að forseti geti fundað með atvinnuveganefnd og formanni hennar. Ég legg til að forseti fundi þá fyrst með atvinnuveganefnd, fái öll mál upp á borðið og komi síðan með tillögur að úrbótum við þingflokksformenn. Ekki er stætt á því að hafa hér þingfund og láta eins og ekkert sé, það er bara ekki hægt, það er ekki boðlegt. Manneskjan sem er ábyrg fyrir því er formaður atvinnuveganefndar, sem nota bene er ekki inni í þingsal akkúrat núna sem mér finnst alvarlegt eftir að hafa komið þinginu hér í fullkomið uppnám. Þetta er bara ekki boðlegt, forseti.