144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[13:22]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við göngum til atkvæða um þær breytingartillögur sem liggja fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2014. Nefndinni bárust nokkur erindi og tók þau fyrir. Með þeim breytingum sem tillaga er gerð um í dag verður heildarjöfnuður á rekstrargrunni jákvæður um rúma 43 milljarða sem er 42 milljörðum betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárlögum.

Virðulegi forseti. Viðsnúningnum er náð. Það er ánægjulegt að hafa tekið þátt í þessari vinnu. Ég þakka nefndarmönnum í fjárlaganefnd fyrir sanngjarna, opna og jákvæða umræðu á meðan á þessari vinnu stóð. Nú göngum við til atkvæðagreiðslunnar.