144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[13:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég velti fyrir mér hvernig standi á því að við séum að fara að greiða atkvæði um eitthvað sem er í raun og veru ekki búið að afgreiða. Ég get ekki stutt þetta, mér er skapi næst og ég hugsa að ég setji þetta yfir á rauða takkann af því að þetta er ekki góð stjórnsýsla sem hér hefur komið fram í dag.

Ég hef áhyggjur af stjórnsýslu hjá þingmönnum og í þinginu. Við erum ekki með öguð vinnubrögð á þessum vinnustað og það veldur mér áhyggjum, forseti.