144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[13:43]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að biðja um sérstaka atkvæðagreiðslu um þennan lið bara til að fá að sjá í andlit stjórnarliða þegar þeir greiða atkvæði með þessu mótframlagi sem lagt er fram á móti IPA-styrkjum frá Evrópusambandinu.

Það er líka hollt fyrir okkur að muna að hér er áminning um þau tækifæri sem við glötuðum með því að hætta aðildarumsóknarferlinu, fara í uppbyggingarverkefnin sem gert var ráð fyrir að yrðu fjármögnuð með IPA-styrkjum.

Líka er vert að muna að víða úti um land eru sveitarfélög sem búin voru að leggja upp mjög metnaðarfull verkefni en hafa ekki komist áfram með þau vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við það að koma með mótframlag á móti sem vægi upp það sem ella hefði komið frá Evrópusambandinu.