144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:24]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Í staðinn fyrir lækkun um 197 millj. kr. sem boðuð var í fjáraukalagafrumvarpi í þessa millifærslu á skuldum frá ungu fólki og framtíðinni til hluta heimilanna í landinu í dag er komin tillaga um að útgjöldin aukist um 15,8 milljarða. Okkur er sagt að þessi flýting sé fjármögnuð vegna betri afkomu ríkissjóðs á árinu, en hún er meðal annars byggð á því að lækka eigið fé Seðlabankans um 26 milljarða og tekjufæra 21 milljarð af því á grundvelli laga sem ekki er búið að samþykkja, og út á áætlun um að Seðlabankinn geri upp með 6 milljarða hagnaði á þessu ári. Þetta eru einhverjar ótrúlegustu æfingar sem ég hef séð í fjármálaumsýslu og fjárlagavinnu (Gripið fram í.) þegar svona tölur eiga í hlut, fyrir nú utan það hversu meingölluð þessi aðgerð er. Ég hvet sérstaklega þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að lesa nú málgagnið einu sinni, Moggann sinn, því að þar er prýðileg grein eftir varaþingmann Sjálfstæðisflokksins, (Forseti hringir.) Oddgeir Ágúst Ottesen (Forseti hringir.) sem tætir þessa aðgerð (Forseti hringir.) niður til grunna.