144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:27]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað upp til að lýsa ánægju minni yfir því að komið sé með þessa fjármuni inn í fjáraukalögin vegna þess að með aðgerðinni mun minna fara í kostnað til fjármálafyrirtækja og meira til heimilanna. Það er afar ánægjulegt og góð stefnubreyting vegna þess að sumir hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar virðast telja það ágætisverk að borga sífellt meira til fjármálastofnana og minna til heimilanna eins og við sáum á síðasta kjörtímabili, þá var ekki hægt að fara í almennar aðgerðir fyrir heimilin. Ég fagna þessu og segi auðvitað já í atkvæðagreiðslu.