144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:30]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil vekja athygli á því að alltaf er rætt um þetta mál sem skuldaleiðréttingu heimilanna. Fjöldamörg heimili, t.d. þeir sem eru á leigumarkaði, þeir sem eru í Búseta og aðrir, hafa ekki fengið þessa leiðréttingu. Þar af leiðandi hljóta þá mjög mörg heimili að vera ekki heimili og þau munu í raun og veru að einhverju leyti bera hitann og þungann af þessu af því að verð á leigumarkaði fer hækkandi og mun jafnvel hækka meira með þessari aðgerð. Því finnst mér þetta óþægilegt og get ekki stutt þetta mál, m.a. út af því að ég óttast að það muni hafa mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir heildarmyndina og skapa enn meiri tilfinningu fyrir óréttlæti.