144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:35]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Mér finnst hálfpartinn að hjá hv. þm. og formanni fjárlaganefndar, Vigdísi Hauksdóttur, komi fram allt að því meinbægni gagnvart Alþingi. Við getum margt lært af þeirri vinnu sem fór fram í rannsóknarnefndunum sem hafa verið skipaðar, eins og t.d. um Íbúðalánasjóð og fleira. Sannarlega kostaði þetta mikið og var erfitt að áætla fyrir því. Hv. þingmaður hefur gert þetta mjög oft að umtalsefni og gagnrýnt þetta mjög.

Virðulegi forseti. Ég hef ekki heyrt hv. þingmann gagnrýna það, í sambandi við skuldaleiðréttinguna, að þar sé kostnaðurinn orðinn meiri en við allar rannsóknarnefndir Alþingis, eða 1 milljarður kr. (Gripið fram í.) Af hverju kemur hv. þingmaður ekki og ræðir um það? 1 milljarður kr. sem er búið að eyða á einu ári við að undirbúa stóra heimsmetið, 1 milljarður kr.

Virðulegi forseti. Ég skil ekki alveg þennan málflutning vegna þess að hann er holur eins og svo oft. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)