144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:38]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Þetta er eitt af því sem við höfum gagnrýnt og var ekki ófyrirséð. Við ræddum það mikið við gerð fjárlaga, þegar þau voru í undirbúningi, að þessi liður væri allt of illa fjármagnaður og þetta náttúrupassafrumvarp, sem virðist vonandi vera að daga uppi svo slæm hugmynd sem það er, en það virðist heldur ekkert bóla á því að ríkisstjórnin ætli sér að setja almennilega fjármuni í þessa innviði.

Það er í raun grátlegt að horfa upp á það að vera hér að setja peninga — sem við fengum upplýsingar um í fjárlaganefnd að hefði verið byrjað að greiða út áður en samþykkt þingsins lá fyrir. Það eru ekki boðleg vinnubrögð, virðulegi forseti.