144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:39]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Mér finnst þessi beiðni hér á fjáraukalögum, sem verður væntanlega samþykkt núna, vera mjög til marks um stefnuleysi og óvönduð vinnubrögð af hálfu stjórnvalda í þessum málaflokki. Það lá alveg ljóst fyrir að allt of lítið fé var sett í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum síðasta árs og það kemur örugglega fram í nefndarálitum okkar allra sem vorum með minnihlutaálit.

Ég vil bara beina þeim tilmælum til stjórnvalda að lesa nefndarálit minni hluta en þar kemur ýmislegt fram sem hægt er að læra af, og það er ekki hægt að samþykkja þessa fjárveitingu. Þetta eru 384 milljónir fyrir utan gistináttagjaldið, þannig að mér finnst þetta vera mjög óvönduð vinnubrögð.