144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:44]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Barnabætur eru tekjutengdar eins og aðrar bætur. Á þessu dæmi sést vel hvernig bætur lækka með hækkandi tekjum. Er það afar gleðilegt að launaskrið sé aftur komið af stað í þeim mikla viðsnúingi sem orðið hefur eftir að þessi ríkisstjórn tók við.

Sumir telja að bætur séu raunverulegur ríkisstyrkur, sem má til sanns vegar færa, en þarna virkar tekjutengingin í reynd. Það svigrúm sem þarna kemur er vegna þess að laun í landinu eru að hækka.

Virðulegi forseti. Hv. þm. Oddný Harðardóttir talaði hér um að það vantaði 300 milljónir í þennan bótaflokk á yfirstandandi ári. Ég vil minna þingmanninn á að það er nú heldur betur verið að leggja til þá upphæð í fjárlögum 2015, þrisvar sinnum þá upphæð eða rúmlega það. Það fer einn milljarður í barnabætur á næsta ári og er það afar gleðilegt.