144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

visthönnun vöru sem notar orku.

98. mál
[18:42]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki með neina spurningu til hv. þingmanns, ég vil einungis segja það að ég felli mig ákaflega vel við þessa niðurstöðu. Þarna er búið að lækka dagsektirnar verulega. Eins og hv. framsögumaður man þá vorum við að minnsta kosti tveir þingmenn mjög harkalega andvígir þessu, ég og hv. þm. Frosti Sigurjónsson. Nú hefur nefndin skoðað þetta enn gerr millum 2. og 3. umr. og komist að niðurstöðu sem er mjög til bóta og ég segi að að því gerðu get ég ákaflega vel fellt mig við þetta mál.