144. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2014.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

365. mál
[11:09]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem ég er starfandi innanríkisráðherra verð ég að viðurkenna að ég var ekki hér þegar umræðurnar voru á sínum tíma og þekki þær ekki. En til að svara spurningum þeim sem hv. þingmaður lagði fram þá er það þannig að þær athugasemdir sem fram komu í umræðunum voru ræddar á milli kirkjunnar og innanríkisráðherra og að þeim samtölum loknum var ákveðið að halda málinu áfram þrátt fyrir þær athugasemdir, þannig að það var sú ákvörðun sem var tekin.

Varðandi starfsreglur er það minn skilningur að þær muni halda gildi sínu og fagráð kirkjunnar, að það muni halda gildi sínu, þrátt fyrir þetta frumvarp hér.