144. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2014.

tekjustofnar sveitarfélaga.

366. mál
[12:14]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það sem hér er um að ræða er einungis það að vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga er það þannig að í stjórn jöfnunarsjóðsins eru einkum fulltrúar utan af landi. Nú hefur flutningur þessa tiltekna málaflokks það mikið að segja fyrir höfuðborgarsvæðið, sem fer með stóran hluta þessa málaflokks, og því var talið rétt að bæta fulltrúum þess svæðis inn í stjórnina til þess að gæta hagsmuna þess.