144. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2014.

tekjustofnar sveitarfélaga.

366. mál
[12:15]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Þá hlýtur þetta að vera skref í rétta átt, að þau sveitarfélög sem hljóta að taka mikinn kostnað til sín eðli máls samkvæmt komist þá inn í þessa stóru ráðgjafarnefnd. En út af fyrir sig veltir maður því fyrir sér að þá hefðum við átt að ákveða það fyrr að breyta þessari stjórn. Við getum kannski öll sakað okkur um að hafa ekki haft vit á því.

En er þetta ekki líka eitthvað tengt séreignarsparnaðinum sem nú kemur? Þá verður mikið tekjutap hjá sveitarfélögunum og kannski ekki síst í Reykjavík og svæðunum hér alveg í kring. Þá bætist enn við þörf á því að þessi sveitarfélög eigi beina aðkomu að þessari ráðgjafarnefnd meira en verið hefur. Tengist það ekki eitthvað séreignarsparnaðinum að nú er þörf á þessu?