144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

náttúrupassi.

[13:41]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Með þessu er verið að leggja upp með það að réttur Íslendinga og annarra ferðamanna sem hingað koma verði sem ótakmarkaðastur og verði bundinn þannig að ekki sé verið að setja upp hlið og girðingar út um allar jarðir, eins og hv. þingmaður virðist halda. Það er ekki verið að banna fólki að fara í berjamó, eins og kom fram í grein í Fréttablaðinu í gær. Það verður á ákveðnum skilgreindum stöðum þar sem menn þurfa að gera skil á því hvort þeir séu með þennan náttúrupassa. Annars staðar er för frjáls. Á þeim stöðum þar sem krafist verður náttúrupassa er uppbygging fyrir hendi. Þar er fólk að ganga á göngustígum, njóta náttúrunnar í öryggi vegna þess að þar hafa verið framkvæmdir, það er með þeim rökum.

Síðan erum við með þessu að sækja tekjur til erlenda ferðamannsins. (Forseti hringir.) 85–90% af tekjunum koma frá erlendum ferðamönnum. Það er líka eitt af markmiðum með þessu.