144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

náttúrupassi og almannaréttur.

[13:47]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil spyrja vegna fullyrðinga hæstv. ráðherra í fyrsta lagi: Liggur fyrir úttekt á stöðu almannaréttarins frammi fyrir því frumvarpi sem hæstv. ráðherra hefur fengið afgreitt í gegnum ríkisstjórn? Ráðherrann fullyrðir býsna mikið um stöðu almannaréttarins og að það sé réttlætanlegt við vissar kringumstæður að ganga á hann. Það hefur legið fyrir samkvæmt náttúruverndarlögum við sérstakar kringumstæður. Telur ráðherrann það liggja fyrir og hefur verið gerð lögfræðileg úttekt á því? Hver á að hafa eftirlit með því hvort passinn sé í hendi eða ekki? Ef Íslendingurinn er ekki með passann, hvað gerist þá?