144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Frosti Sigurjónsson) (F) (andsvar):

Þegar hv. þingmaður viðrar miklar áhyggjur af fylgi Framsóknarflokksins, að það sé ekki nægilega mikið og hraustlegt, held ég að við í Framsóknarflokknum verðum að þiggja einhverja aðra ráðgjafa en samfylkingarmenn til að (Gripið fram í: Ekki … dugað hingað til.) koma okkur í aukið — (Gripið fram í.) Ég þakka alla þessa umhyggju en ég held að það sé alveg ljóst að þegar hv. þingmaður fer að skoða þetta „grundigt“ (Gripið fram í.) hlýtur (Gripið fram í.) skynsamur þingmaður eins og Össur að átta sig á því að Framsóknarflokkurinn mundi ekki auka fylgi sitt með því að standa gegn skattalækkunum til almennings. Við erum hins vegar ekkert að hugsa um fylgið, við erum að hugsa um það sem er gott og skynsamlegt, einfalda þetta virðisaukaskattskerfi. Það eru allir sammála um að það sé stórkostleg einföldun að því að fella niður vörugjöldin sem eru barn síns tíma og úrelt fyrirbæri nema Össur vilji gefa mér önnur ráð, (Gripið fram í: … virðisaukaskattskerfið.) hv. þingmaður. En engu að síður þegar upp er staðið, með þeim aðgerðum sem hafa verið gerðar var komið til móts við þá sem voru með lægstu launin, það eru sérstakar aðgerðir sem (Forseti hringir.) ráðist var í þar.