144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[15:30]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég held stundum að hv. þingmaður sem talar fyrir frelsi hafi ekki trú á neytandanum, hann hafi ekki trú á versluninni, hann hafi hreinlega ekki trú á því að neytandinn sé best til þess fallinn að taka ákvarðanir til þess að bæta sinn hag. Ég furða mig á þessum málflutningi.

Ég ætla að skilja eftir spurningu fyrir hv. þingmann, af því að neðra þrepið er eftir sem áður það lægsta á Norðurlöndum, hvort það sé ekki jákvætt skref að þrengja bil á milli þrepa til að gera virðisaukaskattskerfið skilvirkara.