144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:20]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hef setið hér síðustu klukkutímana og fylgst með þessari umræðu og ég verð að segja að viðvera stjórnarmeirihlutans í umræðunni, sem er mjög málefnaleg, er hraksmánarleg. Það situr hér einn stjórnarliði í hliðarsal en enginn, fyrir utan frú forseta, er hérna í salnum til að taka þátt í þessari annars mjög góðu og þörfu rökræðu um það hvers lags samfélag við erum að búa til.

Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu og vonast til þess að hæstv. forseti muni hafa einhver ráð með að bregðast við þessu.