144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:34]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. Ég veit í sjálfu sér ekkert hvað er í gangi hjá Hagstofunni en þegar ég átti fund með þessum sérfræðingi um neytendahegðun fór ég að efast um afstöðu mína til þessa frumvarps á sínum tíma. Ég man að ég var ekkert rosalega neikvæð en ég sat örugglega hjá eða greiddi atkvæði gegn því.

Ég er eiginlega komin á þá skoðun að við þurfum að hafa upplýsingar til þess að geta tekið réttar ákvarðanir, þannig að ég er ekki eins neikvæð gagnvart þessu í dag og ég var. Sérstaklega finnst mér skipta máli að ef aðrar þjóðir geta gert þetta án þess að það ógni á einhvern hátt persónuvernd eða öryggi þá hljótum við að geta gert það líka. Ég hef áhyggjur af því að við séum svolítið eftir á þegar kemur að því að byggja upplýsingar á greiningum.