144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:40]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er það staðreynd að það skiptir fyrirtæki máli hvert skattstigið er. Það er því mjög mikilvægt af þeim sökum að við tökum góða málefnalega umræðu þegar ráðist er í skattbreytingar, hækkun eða lækkun á virðisaukaskatti.

Tekur ekki hv. þingmaður undir með mér gagnvart þeim þingmönnum stjórnarmeirihlutans sem höfðu mjög ríkar skoðanir á málinu sumarið 2013 að þeir kveðji sér hljóðs hér í pontu og skýri fyrir okkur og þjóðinni hvers vegna þeir komast að annarri niðurstöðu nú en þeir gerðu sumarið 2013?