144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:41]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, mér finnst við í minni hlutanum stundum vera bara að tala hvert við annað og það er skemmtilegt, en ég er alveg sammála því, ég vil gjarnan að meiri hlutinn reyni að sannfæra mig um að hann hafi rétt fyrir sér, vegna þess að ég fer inn í öll mál með tiltölulega opnum huga. Í umræðunni um virðisaukaskattinn 2013 voru heilmiklar umræður og mjög margir í meiri hlutanum tóku þátt, ég man eftir því, þannig að þetta var virkilegt samtal hérna í þingsal. En oftar en ekki verður þetta svolítið, eins og ég segi, eintal okkar úr minni hlutanum sem komum hérna upp en vonumst svo kannski til að meiri hlutinn lesi ræðurnar eða fylgist með í sjónvarpinu einhvers staðar.