144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:48]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið og ég er hjartanlega sammála. Það kom einmitt fram á þessum fundi sem ég vitnaði í með þessum doktor í hagfræði sem heitir Arna Varðardóttir — og ég mæli með að efnahags- og viðskiptanefnd fái hana einhvern tímann á sinn fund, það er mjög áhugavert það sem hún hafði að segja — að svona væri þetta ekki í Danmörku og öðrum löndum. Þetta skekkir alla mynd og er ekki gott.

Eins og ég var að segja áðan er mikilvægt að við vitum um hvað við erum að tala og að við byggjum það á góðum gögnum. Að sjálfsögðu er alveg úti í hött að námslánin séu ekki tekin með, ég get verið sammála því.