144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[22:50]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Það er ánægjulegt að heyra þetta. Það kemur mjög skýrt fram að árið 2006, þegar þetta var tekið saman og við sjáum verðlagið þá, að þessi vernd, ígildi ríkisstyrks til landbúnaðar eða búvöruframleiðenda á Íslandi var upp á tæpa 6 milljarða, en það sem það kostaði neytendur í hærra matvælaverði voru 9,5 milljarðar. Þetta er því ígildi ríkisstyrks sem skilar sér ofboðslega illa til þiggjenda, búvöruframleiðenda, með ofboðslegum tilkostnaði í háu matvælaverði. Ég er ánægður að heyra að þingmaðurinn er tilbúinn að skoða þetta af því að þarna getum við náð þeim markmiðum ríkisstjórnarinnar að gera skattkerfið einfaldara og skilvirkara og lækka matvælaverð, (Forseti hringir.) sem væri mótvægisaðgerð, og það án þess að búvöruframleiðendur missi ígildi styrksins, (Forseti hringir.) þeir fengju hann bara með öðru móti eins og var gert með grænmetisframleiðendur.