144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[22:58]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir spurningu hans. Ég deili þessum áhyggjum af lýðheilsunni og óhollum vörum. Við neyðumst til þess á komandi árum að taka það til verulegrar athugunar. Það kemur fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem ég vitnaði til í ræðu að sykurskatturinn hefði ekki skilað tilætluðum árangri, og lagði til að hann yrði hækkaður verulega. Ég er svolítið hrifinn af þeim hugmyndum sem komu fram í umræðunni í dag um að setja gos og sælgæti í efra þrepið, ef það er mögulegt án þess að auka flækjustigið.