144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn. Eins og þingmaðurinn veit og birtist í þingskjölum þá stórjukum við fjármagn til menntaskólastigsins og bættum sérstaklega við 35 milljónum til að ljúka umbreytingunni á því stigi, sem birtist fyrst í fjáraukalögum fyrir 2014 og svo er framhald á því núna í fjárlögum fyrir 2015. Ég veit um þær áhyggjur sem snúa að dreifnáminu á Patreksfirði, hef fengið upphringingar með það. Ég hef bent skólafólki sem hefur áhyggjur af dreifnáminu á að setja sig beint í samband við menntamálaráðuneytið því ég trúi ekki öðru en gert sé ráð fyrir því að eitthvað af þessari aukningu fari einmitt í þá menntaskóla til að halda dreifnáminu úti. Það er svo sannarlega vilji núverandi stjórnarflokka að börn (Forseti hringir.) sem búa á strjálbýlli svæðum geti verið lengur heima.

Virðulegur forseti. Var ein mínúta líka í fyrri ræðu?

(Forseti (EKG): Já.)