144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:51]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að þrír hópar eru líklegastir til þess að lenda í fátækt, ef svo má segja. Það eru einstæðir foreldrar, öryrkjar og langtímaatvinnulausir. Hæstv. ríkisstjórnin með tillögum sínum ræðst að langtímaatvinnulausum og styttir bótatímabilið um sex mánuði þannig að langtímaatvinnulausir þurfa fyrr að fara af bótum og njóta greiðslu sveitarfélaganna. Þær eru mun lægri en atvinnuleysisbætur og allt önnur viðmið þar. Þetta er gert án samninga. Síðan ætla þeir að lækka bætur hjá öryrkjum út af verðbólgubreytingu í þjóðhagsspá, en þó er vitað og góð samantekt hefur sýnt að hækkun tekna öryrkja hefur verið langt undir þróun launa. (Gripið fram í: Þetta er verðlagsbreyting.) Auðvitað er ekki hægt að horfa ef við ætlum … (Gripið fram í.) Hv. þm. kallar hér utan úr sal: (Forseti hringir.) „Þetta er verðlagsbreyting“. Ég sagði áðan að við þurfum að taka þetta milli umræða og fara vel yfir hvernig verðlagsbreytingar (Forseti hringir.) hafa farið með tekjur öryrkja í gegnum árin. (HHj: … hátt á þeim risið.)