144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:15]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Munurinn er kannski fyrst og fremst sá að stjórnarmeirihlutinn gerir tillögu um að lækka þetta gjald en það á samt sem áður ekki að ganga allt til stofnunarinnar. Ef það væri 19.400 kr., eins og það er í dag, og gengi til stofnunarinnar eins og ég sagði áðan, væri hægt að segja að það dygði til. En munurinn felst í þessu, það er ekki lagt til að gjaldið gangi að fullu til stofnunarinnar, þ.e. þessar 17.800 kr. (GÞÞ: Þetta er því miður ekki rétt.) Fyrirgefðu, hv. þingmaður. Það kemur hérna fram að stjórnarmeirihlutinn hafi gert tillögu um að lækka gjaldið í 17.800. Mismunurinn er sem sagt fólginn í því að halda 19.400 í staðinn fyrir 17.800. Þeir telja að gjaldið megi ekki lækka, það dugi ekki til, ef það fjárframlag fer óskert inn til þeirra dugi það ekki til heldur þurfi fullt útvarpsgjald, hvort sem það er ósanngjarn nefskattur, eins og hv. þingmaðurinn kom inn á áðan, eða ekki, þá þarf það til til þess að reksturinn geti borið sig. Ég get ekki útskýrt þetta mikið betur. Krafan sem er gerð er kannski óeðlileg að því marki að þetta er inngrip í störf stjórna, það er stjórn RÚV sem á að gera tillögu um störf og rekstur stofnunarinnar. Það er mjög sérstakt að fá peninga fyrir fram en svo verða þeir kannski teknir ef einhverjum þingmönnum eða ríkisstjórninni líkar ekki að áætlunin hafi gengið 100% upp eða ekki. Það eru engin mörk sett í því heldur á þetta að vera raunhæf áætlun. Við getum deilt um það hvað (Forseti hringir.) raunhæf rekstraráætlun er.