144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni fyrir ræðuna. Hann beindi til mín mörgum spurningum sem formanns fjárlaganefndar. Ég tek fram að þingmaðurinn veit að heilbrigðisráðherra starfar í landinu og honum ferst það starf mjög vel úr hendi. Ég vil benda bæði þingmönnum og þeim sem hlusta á þessa ræðu að fara í þskj. nr. 1 á bls. 385 og þá sést vel hvernig þróunin í fjárveitingum til þessara viðkvæmu málaflokka er frá ríkisreikningi 2013 til frumvarps 2015 og hvernig fjárlögin koma út 2014.

Á síðasta ári tók fjárlaganefnd ákvörðun um að bæta 400 milljónum í heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og það var farið í það til dæmis að bæta við 20 milljónum til SÁÁ og stórfelldum íbótum á Landspítalann, tæplega 4 milljörðum. Heilbrigðisráðherra tók tillit til (Forseti hringir.) allra þessara tillagna við frumvarpssmíðina núna (Forseti hringir.) og lét allar þessar upphæðir halda sér inn á fjárlagaárið 2015. (Forseti hringir.) Svo svara ég betur á eftir.