144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:38]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég fór að hugsa allt of mikið þannig að ég náði ekki alveg því síðasta sem hv. formaður fjárlaganefndar sagði. Hún nefnir það kannski aftur í seinna svari.

Ég er ekki að segja að ríkisstjórnin frá 2013 hafi ekki gefið eitthvað í. Það sem ég er að segja er, vegna þess að ég heyri það alls staðar, frá læknum og frá stjórnendum heilbrigðisstofnana í landinu, að það er ekki nóg gefið í. Það er kannski verið að fara úr fyrsta gír eða bakkgírnum í sumum tilfellum upp í fyrsta gír og annan gír. En ef það þarf að fara upp í þriðja eða fjórða gír til að við missum ekki mannauðinn, er þá hv. formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, ekki sammála um að við þurfum að gera það?